Hjá Mími er nú hægt að taka staka áfanga í kjarnagreinum á framhaldsskólastigi. Námið er miðað út frá því að hægt sé að stunda vinnu samhliða náminu. Áfangarnir sem um ræðir eru Íslenskugrunnur, Enskugrunnur 25 eða 35, Dönskugrunnur Stærðfræðigrunnur og svo Tölvugrunnur.

Námskeiðin eru góð til undirbúnings fyrir frekara nám eða sem leið til þess að ljúka óloknum einingum. Þá henta áfangarnir vel þeim sem vilja rifja upp námsefni eða þurfa að uppfylla forkröfur í annað nám eins og til dæmis iðnnám. Ef fólk telur sig þurfa leiðbeiningar eða aðstoð með hvaða leiðir er hægt að nýta sér er hægt að hafa samband, að kostnaðarlausu, við náms- og starfsráðgjafa hjá Mími. Nánari upplýsingar um námið má finna á hlekkunum hér að neðan.

Nánari upplýsingar