Sóttvarnarviðmið Mímis

 -byggð á leiðbeiningum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti um starf skóla og fræðsluaðila sem bárust 19. ágúst 2020. 

Mikilvægt er að allir, nemendur, kennarar, starfsfólk og aðrir viðskiptavinir Mímis, kynni sér þau viðmið og reglur sem birt eru á vef  og eru gildandi hjá Mími hverju sinni og fylgist með breytingum sem kunna að verða. 

Almennar sóttvarnir og nándarmörk

 • Mímir leggur höfuðáherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir, svo sem nándarmörk, handþvott og sótthreinsun.
 • Fylgja skal 1m reglu í öllum samskiptum, sé því ekki viðkomið, til dæmis í verklegri kennslu, skal bera andlitsgrímu sem hylur munn og nef. Við þær aðstæður skal leitast við að bæði kennari og nemandi beri grímu. Tryggja þarf rétta notkun andlitsgrímunnar.
 • Starfsfólk, kennarar og nemendur skulu viðhafa sérstakar sótt- og smitvarnir á kaffistofum með sótthreinsun og handþvotti. 

Sóttvarnir og þrif

 • Sóttvarnarefni er til staðar við innganga, í nemendarými og á skrifstofugangi.
 • Tölvubúnaður og aðrir sameiginlegir snertifletir eru sótthreinsaðir á milli nemendahópa.
 • Mælst er til að notaðir séu hanskar ef ekki er hægt að koma við handþvotti fyrir og eftir notkun þegar margir nota sömu vélar og tæki.
 • Sameiginlegir snertifletir eru þrifnir og sótthreinsaðir daglega eða oftar eftir aðstæðum.
 • Veggspjöld til áminningar um sóttvarnir eru sýnileg í húsnæði Mímis, bæði í Höfðabakka og á Öldugötu. 

Fjöldatakmörkun og aðgreining hópa

 • Hámarksfjöldi í sama rými er 100 manns á hverjum tíma.
 • Sóttvarnarhólf Mímis skiptast í nemendarými og skrifstofugang. Starfsfólk takmarkar eins og kostur er viðveru í nemendarými og kennarar, nemendur og gestir koma ekki inn á skrifstofugang (þ.m.t. salerni). Við þær aðstæður sem nauðsynlegt er að fara á milli hólfa skal gæta sérstaklega að sóttvörnum.
 • Gæta skal þess að ekki of margir safnist saman í sameiginlegum rýmum, svo sem kaffistofum. 
 • Takmarka skal gestagang í Mími eins og kostur er.
 • Nemendur mega sækja starfsþjálfun eða heimsóknir á vinnustaði í tengslum við námið enda sé þar farið eftir reglum um sóttvarnir. 

Um öll svæði gildir að nemendur, kennarar og starfsfólk á ekki að koma inn á svæði ef viðkomandi:

 • Er í sóttkví.
 • Er í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
 • Hefur verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 • Er með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu). 

Stuðningur í boði fyrir nemendur vegna COVID-19

 • Náms- og starfsráðgjafar eru til viðtals fyrir alla nemendur. Bókun viðtala fer fram með tölvupósti á radgjof@mimir.is.
 • Verkefnastjórar hverrar námsbrautar veita aðstoð.
 • Nemendur eru hvattir til að nýta sér þá stoðþjónustu sem í boði er.

Stuðningur í boði fyrir kennara vegna COVID-19

 • Tækniteymi veitir kennurum tæknilega aðstoð og ráðgjöf er viðkemur stafrænni kennslu.
 • Tækniteymið er skipað eftirtöldum starfsmönnum Mímis: Alma, Anney, Álfhildur, Ingibjörg og Sigríður.               

Við mælumst til þess að allir kynni sér Leiðbeiningar ef upp kemur smit og noti smitrakningar smáforritið C-19

Við hvetjum alla til að nýta sér stafrænar þjónustuleiðir Mímis og hafa samband við okkur í gegnum netspjall á www.mimir.is eða á facebook síðu Mímis. Einnig er hægt að hringja í síma 580-1800 eða senda okkur tölvupóst í gegnum netfangið mimir@mimir.is

 

Sóttvarnarviðmið í pdf