Breytingar verða á skólahaldi Mímis í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um tímabundið samkomubann og takmarkanir á skólahaldi vegna faraldurs COVID-19. Frá og með mánudeginum 16. mars 2020 til sunnudagsins 12. apríl 2020 mun öll þjónusta Mímis færast yfir á stafrænt form, þar með talið nám og ráðgjöf. 

Allt nám verður fjarkennt

Þrátt fyrir að skólabyggingum Mímis, bæði á Höfðabakka 9 og Öldugötu 23, verði lokað mun skólastarf halda áfram í gegnum fjarskiptatækni í námi, kennslu, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimati. Kennarar og verkefnastjórar munu upplýsa nemendur um breytingarnar, auk þess að búa þá undir þær. Nám og kennsla fer eins og áður fram í gegnum Innu, www.inna.is og þarf íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn.

Starfsmenn Mímis halda áfram störfum og kappkosta að veita góða þjónustu og stuðning við breytingarnar.  

Tilkynna um smit og sóttkví

Við brýnum fyrir starfsfólki, kennurum og nemendum að tilkynna til öryggisvarðar Mímis, Anneyjar Þórunnar Þorvaldsdóttur anney@mimir.is, ef einhver innan skólans greinist með COVID-19 og/eða þarf að fara í sóttkví. Einstaklingar með flensueinkenni sem hafa verið í húsnæði Mímis að undanförnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við heilsugæsluna sína. Þá er einstaklingum með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu COVID-19 bent á að hafa samband við öryggisvörð Mímis.  

Fyrirspurnir og ábendingar

Við hvetjum alla til að fylgjast vel með framgangi mála í fréttum og ef nýjar upplýsingar berast sem hafa áhrif á skólastarfið setjum við tilkynningu um það á vefmiðla skólans. Þá hvetjum við viðskiptavini okkar til að nýta sér stafrænar þjónustuleiðir Mímis og hafa samband við okkur í gegnum netspjall á www.mimir.is  eða á facebook síðu Mímis. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver í síma 580 1800 eða senda okkur tölvupóst í gegnum netfangið mimir@mimir.is. Við minnum á vefinn okkar www.mimir.is en þar má finna allar upplýsingar um nám, námsbrautir og ráðgjöf, sem og skrá sig til leiks.