„Það er sannarlega gleðiefni að sjá að ásókn í námið er þetta mikil. Aðsóknin var það góð að ákveðið var að opna fyrir fleiri hópa þannig að fleiri geti sótt námið, segir Sigríður Dr. Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Mími.

Fjarnámið vinsælt

Aðspurð segir Sigríður að fjarnámið sé vinsælt meðal nemenda af ýmsum ástæðum. „Fyrst og fremst held ég að þetta sé ákveðið hagræði fyrir þá sem sækja vinnu til dæmis eða eru bundnir af öðrum orsökum. Þetta er vissulega mismunandi meðal fólks, en sumum hentar þetta fyrirkomulag betur en staðnám.“ Rétt er að benda á að Mímir hefur stórbætt allan búnað til fjarkennslu í samstarfi við tæknifyrirtækið Advania.

Gæðin eiga halda sér í fjarkennslu

„Já, það má segja að þetta séu ákveðnar afleiðingar af C-19 þar sem okkur var fleygt inn í fjarfundi og nám af fullum krafti. Við fjárfestum í mjög góðum búnaði sem sannast sagna er í raun eins og nemandi sé staddur í skólastofunni. Það skiptir máli að halda gæðunum í hámarki þó verið sé í fjarnámi, að nemandinn og kennarinn upplifi sig í góðum tengslum og námið og öll samskipti séu hnökralaus.

Utanumhald lykill að árangri

Nú hefur Mímir það orð á sér að henta vel fyrir þá sem eru jafnvel að hefja nám að nýju eftir langt hlé eða hafa mögulega flosnað upp úr námi annarsstaðar. „Já, vissulega er það markmiðið okkar að allir nemendur komist klakklaust í gegn um námið. Það að kenna fullorðnu fólki er öðruvísi. Við erum bæði með þaulvana kennara, umhverfi sem er þægilegt og skapar gott andrúmsloft. Síðast en ekki síst erum við með náms- og starfsráðgjafa sem styðja nemendur í gegn um námið með þeim verkfærum sem þau luma á í sinni verkfærakistu,“ segir Sigríður að lokum.

 

Nánari upplýsingar má finna hér.