Mímir hefur áralanga reynslu af íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og hafa námskeið verið haldin í samstarfi við fyrirtæki með góðum árangri síðan árið 2003. Við tókum nýverið upp myndbönd sem sjá má hér að neðan um samstarfið okkar við bæði Brim og Landspítalann.

 


Námskeiðin hjá Mími byggja á viðurkenndum kennsluaðferðum sem hvetja til aukinna samskipta á íslensku sem getur haft mikil áhrif á menninguna hjá fyrirtækjunum, sjálfstraust starfsmanna og almenn samskipti innan fyrirtækja og stofnana.

Ávinningur fyrirtækja

Ávinningur fyrirtækja af því að efla íslenskukunnáttu meðal starfsfólks er margvíslegur. Þar ber að nefna aukna starfsánægju og samskipti innbyrðis, minni starfsmannaveltu og upplýstara starfsfólk, sem aftur hefur jákvæð áhrif á lífsgæði erlendra starfsmanna. Þá felst ávinningur í því að bæta almenn samskipti starfsfólks og viðskiptavina, sem og að auka skilvirkni í samskiptum erlendra starfsmanna við yfirmenn og stjórnendur.

Námskeiðin eru ætíð sniðin að þörfum vinnumarkaðarins. Sérfræðingur frá Mími greinir þarfir vinnustaðarins fyrir íslenskukennslu og skilgreinir markmið og áherslur í náminu í samvinnu við vinnustaðinn. Mat á stöðu starfsmanna í íslensku fer fram í upphafi og við lok námskeiðs. Þá hefur starfsfólk aðgang að náms- og starfsráðgjöf meðan á náminu stendur. Í lok námskeiðs fer fram rafrænt mat á námskeiðinu og niðurstöðum skilað til vinnustaðarins ásamt viðurkenningum sem staðfesta þátttöku. Námskeiðin geta farið fram á vinnustaðnum, í fjarkennslu eða í húsnæði Mímis.

Kynntu þér íslenskunám í samstarfi við Mími.