06. maí, 2022
Innritun í Menntastoðir er í fullum gangi hjá Mími. Er kominn tími á að þú skráir þig í nám?
Menntastoðir er vinsæl námsbraut sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi. Námið er fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri. Þeir sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskyldum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst.