Námskeiðið „Gervigreind í daglegu lífi“ var haldið í fimmta sinn fimmtudaginn 28. ágúst sl. Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast fjölbreyttum möguleikum gervigreindar og hvernig nýta má hana á einfaldan, skemmtilegan og hagnýtan hátt í daglegu lífi.

Á námskeiðinu var meðal annars fjallað um hvernig gervigreind getur nýst bæði til upplýsingaöflunar og skapandi verkefna eins og myndagerðar, auk þess sem þátttakendur fengu tækifæri til að spreyta sig í að nota tæknina til eigin verkefna og áhugamála.

Viðbrögð nemenda voru afar jákvæð. Þeir lýstu námskeiðinu sem bæði fræðandi og skemmtilegu og sögðu kennarann hafa sett efnið fram á skýran og aðgengilegan hátt:

„Kennari setti efnið fram á skýran og skemmtilegan hátt.“

„Mjög fróðlegt námskeið og vel skipulagt. Kennslan var mjög góð.“

Námskeiðið hefur vakið mikla ánægju frá upphafi og sýnir glöggt að áhugi á því hvernig gervigreind getur auðgað daglegt líf er stöðugt að aukast.