Fimmtudagur 13.nóvember milli 17:10 og 20:30
Lengd: 3 klst.
Kennslumáti: Staðnám
Kennslutungumál: Íslenska
Þáttakendur fá sendan tölvupóst með öllum helstu upplýsingum viku fyrir námskeiðið
Lýsing:
Þetta námskeið er ætlað þeim sem eru forvitnir um gervigreind (AI) og vilja kynnast grunnatriðum hennar á einfaldan og skemmtilegan hátt.
Markmið námskeiðsins:
Fyrir hverja er námskeiðið?
Þetta námskeið er fyrir öll sem vilja öðlast betri skilning á gervigreind án þess að þurfa flókna tæknilega þekkingu. Þátttakendur þurfa ekki að vera með mikla tölvukunnáttu en ættu að hafa áhuga á að kynnast nýrri tækni og hvernig hún getur auðveldað daglegt líf.

Leiðbeinandi: Hildur Rudolfsdóttir
Hildur Rudolfsdóttir starfar sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni á skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hún er grunnskólakennari að mennt og með framhaldsnám í hönnun og markvissri notkun stafræns efnis til náms (Digital Media Design for Learning) frá New York University. Hildur hefur starfað sem kennari og kennsluráðgjafi í grunnskóla en unnið hjá Mixtúru sköpunar- og upplýsingatækniveri síðan 2020. Hún hefur síðustu ár komið að stundakennslu í upplýsingatækni hjá Mími og stundakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

