Gervigreind í daglegu lífi – Byrjendanámskeið fyrir öll

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17:10-20:20

Lengd: 3 klst.
Kennslumáti: Staðnám (og mögulega fjarnám)
Kennslutungumál: Íslenska

Lýsing:
Þetta námskeið er ætlað þeim sem eru forvitnir um gervigreind (AI) og vilja kynnast grunnatriðum hennar á einfaldan og skemmtilegan hátt. Engin fyrri þekking á tölvum eða tækni er nauðsynleg – við byrjum á grunninum og skoðum hvernig gervigreind getur nýst í daglegu lífi án þess að þurfa flókna tæknilega þekkingu.

Markmið námskeiðsins:

  • Að veita almenna innsýn í hvað gervigreind er, hvernig hún virkar og hvar við sjáum hana í okkar daglega lífi.
  • Að sýna hvernig gervigreind getur hjálpað okkur í einföldum verkefnum, eins og ferðaplönum, heimilisskipulagi, að finna upplýsingar á netinu og fleira.
  • Að veita hagnýtar leiðbeiningar um hvernig þátttakendur geta nýtt einföld forrit og öpp sem nýta sér gervigreind til að auðvelda og skipuleggja dagleg verkefni.

Fyrir hverja er námskeiðið?
Þetta námskeið er fyrir öll sem vilja öðlast betri skilning á gervigreind án þess að þurfa flókna tæknilega þekkingu. Þátttakendur þurfa ekki að vera með mikla tölvukunnáttu en ættu að hafa áhuga á að kynnast nýrri tækni og hvernig hún getur auðveldað daglegt líf.

Flokkar: Aðrar brautir