Þessa dagana standa yfir skráningar í Fagnámskeið í umönnun sem hefst nú í febrúar hjá Mími en námskeiðin eru haldin í samstarfi við Eflingu-stéttarfélag. Um er að ræða fagnámskeið í umönnun I og II sem eru undanfari náms í Félagsliðabrú.

Námskeiðin eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. 

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið en skráning fer fram hjá Eflingu stéttarfélagi. 

Hér má lesa sig til um námið