Mímir í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og stéttarfélagið Eflingu býður fólki í atvinnuleit upp á fagnámskeið í umönnun í haust. Nýmæli er að opna námskeið sem þessi fyrir fólk sem er án atvinnu en margir hafa misst vinnuna að undanförnu vegna COVID-19 og eru vonir bundnar við að fólk úr þeim hópi kunni að sjá í þessu tækifæri til að breyta um starfsvettvang.
Heilbrigðisráðuneytið styrkir verkefnið og sér Efling um að kynna námskeiðið fyrir félagsmönnum Eflingar sem eru í atvinnuleit. Hlutverk Mímis er að sjá um skipulag og framkvæmd fagnámskeiðsins en Mímir hefur langa reynslu af skipulagi og framkvæmd fagnámskeiða fyrir starfsfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu í samstarfi við Eflingu stéttarfélag.
Fagnámskeiðið hefst í byrjun ágúst og fer skráning fram í gegnum Eflingu stéttarfélag.
Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðið er 18 manns og ef eftirspurn verður mikil er stefnt að öðru námskeiðið síðar á árinu.
Nánar um fagnámskeið 1 í umönnun: https://www.mimir.is/is/nam/fagnamskeid-i-fyrir-starfsmenn-i-heilbrigdis-og-felagsthjonustu