07. desember, 2022
Spennandi verkefni á vegum Erasmus + er í gangi milli Mímis og fleiri samstarfsaðila. Verkefnið nefnist WOMEN'S OPPORTUNITIES FOR WORK AND EDUCATION eða WOW-E. Markhópur verkefnisins eru konur af erlendum uppruna með litla formlega menntun. Verkefnið nær utan um þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna mæta í Evrópu til að gera þeim kleift að láta drauma sína rætast í tengslum við atvinnumöguleika þeirra og námstækifæri.
Nánar má lesa um málið í fréttabréfi verkefnisins sem nálgast má hér.