Ársskýrsla Mímis fyrir árið 2018 hefur litið dagsins ljós og má nálgast rafræna útgáfu á vef Mímis www.mimir.is

Í inngangi skýrslunnar fer Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, yfir árið sem er 18. starfsár Mímis og áttunda ár starfseminnar þar sem byggt er á lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010.  

Óhætt er að segja að mikil gróska hafi ríkt hjá Mími á síðustu misserum. Starfsemin hefur vaxið og dafnað á árinu og sjaldan hafa fleiri sótt sér þjónustu hjá Mími.

Rík áhersla var lögð á vöruþróun, breytingar og nýsköpun sem er fastur og nauðsynlegur þáttur í vexti og rekstri Mímis, sem og bættri þjónustu við viðskiptavini. Innleiðing stafrænna lausna í þjónustu var áberandi, jafnt í rekstri, námi og kennslu, og einkenndist árið af því að efla enn frekar gæði og fagmennsku í starfseminni að þessu leyti. Þá skipar samstarf við atvinnulífið sífellt stærri sess í starfseminni.

Sjá ársskýrslu 2018:

Ársskýrsla 2018 by Anney Þorvaldsdóttir on Scribd