Fræðslustjóri að láni

Mímir lánar út sérfræðing í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun sem fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, gerir greiningu á þörfum þess í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk og útbýr fræðsluáætlun. Markmiðið er að leggja til leiðir sem setja fræðslumál fyrirtækisins í markvissan farveg með árangur í rekstri að leiðarljósi.  

Fyrirtæki þurfa að geta brugðist við breytingum og þróun og verið sveigjanleg bæði í starfsmannahaldi og verkefnum til að vera ávallt skrefi á undan viðskiptavinum sínum og helstu samkeppnisaðilum. Til að fylgja þessari þróun eftir og til að ná góðum árangri þurfa fyrirtæki að laða fram það besta í öllum starfsmönnum á hverjum degi. 

Það er áskorun fyrir mörg fyrirtæki að kortleggja fræðsluþörf og fræðslu og koma í farveg sem gagnast bæði fyrirtækinu og starfsmönnum. 

Nánari upplýsingar um ráðgjöf og þjónustu við fyrirtæki veita:

 

 

Joanna Dominiczak

Joanna Dominiczak

Sími: 580-1800

Netfang: fyrirtaeki@mimir.is

Kristín Erla Þráinsdóttir

Sími: 580-1800

Netfang: fyrirtaeki@mimir.is

 

 

Þórunn Grétarsdóttir

Þórunn Grétarsdóttir

Sími: 580-1800

Netfang: fyrirtaeki@mimir.is

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?