María Stefanía Stefánsdóttir
náms- og starfsráðgjafi / verkefnastjóri

Markmið mín í náms- og starfsráðgjöf eru að aðstoða einstaklinga við að efla þekkingu sína, átta sig á hæfileikum sínum, styrkleikum, viðhorfum og áhugasviði þannig að þeir geti notið sín í námi og starfi. Veiti ráðgjöf við náms- og starfsval sem og stuðning, aðstoð og ráðgjöf á meðan á námi stendur.

Aðstoða einstaklinga við að tileinka sér bætt vinnubrögð, markmiðasetningu og tímaskipulag. Veiti ráðgjöf við ferilskrárgerð, kynningarbréf sem og undirbúning við starfsferil.

Sinni raunfærnimati þjónustubrauta. Innan þjónustubrauta eru leikskólaliðar, félagsliðar, stuðningsfulltrúar og félags- og tómstundaliðar. Veiti ýmsar kynningar og kennslu á námskeiðum. Skemmtilegast í starfi mínu er að veita fólki á öllum aldri ráðgjöf og stuðning við að láta drauma sína rætast í námi og starfi.

Starfsreynsla og menntun:

Hóf störf hjá Mími símenntun árið 2021. 

  • Háskóli Íslands
    • MA gráða í náms- og starfsráðgjöf
    • BA gráða í uppeldis- og menntunarfræði
  • Leyfisbréf sem náms- og starfsráðgjafi
  • Réttindi til að leggja fyrir raunfærnimat
  • Réttindi til að leggja fyrir áhugasviðskönnun Bendils

 

PANTA TÍMA Í NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF

Var efnið á síðunni hjálplegt?