Kolbrún Hanna Jónasdóttir
náms- og starfsráðgjafi / verkefnastjóri
Ég veiti almenna náms- og starfsráðgjöf sem felur m.a í sér að aðstoða nemendur við að tileinka sér bætt vinnubrögð og námstækni, markmiðasetningu og tímaskipulag. Ég býð upp á stuðning, aðstoð og ráðgjöf á meðan á námi stendur. Aðstoða við gerð ferilskrá, kynningarbréfs og undirbúning við starfsferil.
Það skemmtilegasta í starfi mínu sem náms- og starfsráðgjafi er að aðstoða fólk á öllum aldri að koma auga á styrkleika sína, efla sjálfstraust og trú á eigin getu þannig það geti látið drauma sína rætast í námi og starfi.
Starfsreynsla og menntun:
Ég hef starfað á grunnskólastigi sem náms- og starfsráðgjafi í 10 ár og hóf störf hjá Mími símenntun árið 2024.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin