Álfhildur Eiríksdóttir
náms- og starfsráðgjafi / verkefnastjóri
Ég veiti almenna náms- og starfsráðgjöf sem felur í sér að hjálpa fólki að finna áhugasvið sitt og styrkleika samhliða persónulegri ráðgjöf. Hef mikla reynslu sem náms- og starfsráðgjafi og þekkingu á skólakerfinu og atvinnulífi. Veiti einnig aðstoð við gerð ferilskráa og kynningarbréfa ásamt leiðsögn um góð vinnubrögð og skipulag í námi. Það skemmtilegasta í mínu starfi eru áhugasviðskannanir, starfsendurhæfing og að kortleggja næstu skref fólks á öllum aldri í námi og/eða starfi.
Ásamt náms- og starfsráðgjöf sinni ég ýmsum öðrum verkefnum eins og kennslukönnun, verkefnastjórn námsbrauta, kennslu á námskeiðum og kynningum.
Starfsreynsla og menntun
Hef starfað hjá Mími-símenntun frá 2018. Áður var ég náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla og framhaldsskóla ásamt því að hafa starfað sem framhaldsskólakennari frá 2002.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin