Íslenska 2 og atvinnulífið– hægferð 

Kennt er mánudaga til fimmtudaga frá 9:10-12:30

Námskeiðið er framhald af Íslensku 1 hægferð sem byggir á námskrá framhaldsfræðslunnar: Að lesa og skrifa á íslensku.

Á námskeiðinu verður haldið áfram að byggja upp grunnorðaforða í íslensku með áherslu á sjálfsstyrkingu, skilning, lestur, tal og hlustun. Farið er hægt yfir námsefnið og lögð áhersla á endurtekningar með fjölbreyttum leiðum. Námstækni og þjálfun í að nota rafrænar lausnir er hluti af námskeiðinu. Einnig er fræðsla um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði hluti af námskeiðinu.

Námið samanstendur af tveimur námskrám framhaldsfræðslunnar; Íslenska og atvinnulífið og Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun sem eru vottaðar af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði.

Náms- og starfsráðgjöf hjá ráðgjöfum Mímis stendur öllum þátttakendum til boða.

Í lok námskeiðs er staða nemenda metin og þeim ráðlagt um áframhaldandi íslenskunám og/eða námsleiðir framhaldsfræðslunnar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Icelandic 2 and the labour market– slow pace 

Teaching hours are Monday to Thursday at 9:10-12:30

The course is a continuation of Icelandic 1 (slow pace), which is based on the curriculum of adult education: Reading and Writing in Icelandic.

In this course, students will continue to build a basic Icelandic vocabulary with an emphasis on self-empowerment, comprehension, reading, speaking and listening. The course material is covered slowly and emphasis is placed on repetitions using a variety of methods. Learning techniques and training in using digital solutions are part of the course. Education about rights and obligations in the Icelandic labor market is also part of the course.

This course combines two curriculas from The Education and Training Service Center: Icelandic and the Workplace and Steps to Self-Help in Reading and Writing, which are certified by the Icelandic Education and School Services Center.

The program is subsidized by the Icelandic Educational Fund.

Career and educational counseling at Mímir is available to all participants.

At the end of the course, students’ progress is assessed, and they receive guidance on continuing their Icelandic studies and/or further adult education pathways.

Scholarship

Are you entitled to a scholarship from your union or the Directorate of Labor to attend a course or program?

The prices of study programs are published subject to change

Check it out!

Flokkar: Study Icelandic