Bókaklúbbur B1.2
Ef þú hefur gaman af bókmenntum og vilt færa þig upp á stig B2 í íslensku, skv. Evrópska tungumálarammanum, þá er þetta námskeið fyrir þig.
Á námskeiðinu lesa nemendur ýmsa íslenska bókmenntatexta svo sem smásögur og einstaka kafla skáldsagna sem rýnt verður í. Sérstaklega verður lögð áhersla á að auka orðaforða í töluðu máli og æfa daglega málnotkun. Líka verður unnið með orðasambönd og málvenjur í íslensku máli. Vel mögulegt er að nemendur æfi líka ritun stuttra sagna.
Námskeiðið hentar nemendum sem eru komnir með sæmilega góðan grunn í íslensku og hafa lokið íslensku 5, hið minnsta.
Athugaðu að námskeiðið er einungis haldið ef lágmarksþátttaka næst.
.