Námskeiðið er sameiginlegt átak Mímis og Vinnumálastofnunar (VMST) og er ætlað einstaklingum sem hyggja á eða starfa nú þegar við umönnun og hjúkrun. Námskeiðið er tilraunanámskeið og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Markmiðið er að bæta íslenskukunnáttu þátttakenda, byggja upp orðaforða og samskiptafærni sem nýtist í starfi, ásamt því að veita þekkingu á verklagi sem tengist gæðum, öryggi, grænni hugsun og notkun stafrænna verkfæra í vinnuumhverfi.
Lögð er áhersla á virka þátttöku, verkefnamiðað nám, raunhæfar æfingar og umræðu um íslenskt samfélag og vinnustaðamenningu. Í náminu er lögð áhersla á dagleg verkefni í umönnun og hjúkrun.
Námskeiðið er hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni BRICK (Building, Re-qualifying and Innovating Public-Private Partnerships through Linguistic and Communicative Skills) sem framkvæmt er í Frakklandi, á Ítalíu og á Íslandi. BRICK er styrkt af Evrópusambandinu og miðar að því að efla tungumála- og starfsfærni innflytjenda á vinnumarkaði.

Námsmarkmið

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að

  • geta skilið og notað orðaforða og setningar sem tengjast líkamspörtum, aðhlynningu og heilsu.
  • geta tekið þátt í einföldum samræðum um eigið hlutverk og verkefni í starfi.
  • geta lesið og skilið leiðbeiningar og upplýsingar á skiltum og í vinnuumhverfi.
  • geta fylgt einföldum fyrirmælum og gefið einfaldar leiðbeiningar á vinnustað.
  • geta notað orðaforða um gæði, öryggi, hreinlæti og neyðartilvik.
  • geta beitt einföldum stafrænum verkfærum (t.d. Iðunn-app) tengdum starfi.
  • geta skilið mikilvægi grænnar hugsunar og vistvænna vinnubragða.
  • geta tekið þátt í samræðum um hvernig draga megi úr sóun og stuðla að umhverfisvernd í starfi                                                         

Kennslutímar

Námskeiðið er kennt á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 15:00 – 17:00

Flokkar: Study Icelandic