Tölvugrunnur nýtist þeim sem eiga eftir að klára staka áfanga í tölvu- og upplýsingatækni. Námið hentar einnig þeim sem vilja öðlast grunnþekkingu á sviðinu. Námið má meta til eininga. Í náminu er unnið að því að efla getu nemenda til að vinna með algeng forrit svo sem ritvinnsluforritum. Þá er kynntur ýmis annar hugbúnaður og nemendur öðlast sjálfstraust og getu til að beita fyrir sig tölvu- og upplýsingatækni í öðru námi Námið er á hæfnistigi 2 á framhaldsskólastigi. Kennt er með aðferðum fullorðinsfræðslu sem hentar meðal annars nemendum sem hafa ekki verið í skóla í lengri tíma. Stuðst er við leiðsagnarmat og símat við mat á árangri.
Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá kl. 16:45 til kl. 20:00
Skráning á póstlista
Upplýsingar um ný námskeið, tilboð og síðustu sætin á námskeið sem eru að hefjast.