Tölvugrunnur og sjálfsefling

Vilt þú læra grunnatriði í tölvum og læra á ýmiss konar forrit sem nýtast þér í daglegu lífi?

Langar þig til að efla samskiptahæfni, setja þér persónuleg markmið og auka sjálfstraust?

Þá er þetta námskeið fyrir þig.

 

Viðfangsefni

  • Rafræn samskipti (tölvupóstur og samskiptaforrit)
  • Grunnatriði í ritvinnslu og reikniforritum
  • Upplýsingaleit á netinu
  • Fjölbreytt notkun snjalltækja og forrita
  • Rafræn borgaravitund (rafræn skilríki/íslykill)
  • Árangursrík samskipti og tengslamyndun
  • Markmiðasetning
  • Gerð ferilskrár og kynningarbréfs

 

Á námskeiðinu er kennt á opinn og ókeypis hugbúnað.

Flokkar: Námsbrautir