Nám fyrir alla sem vilja efla skilning sinn á stafrænum heimi og efla grunnhæfni í upplýsingatækni í þeim hröðu breytingum sem hafa átt sér stað í tæknilausnum í daglegu lífi og á vinnumarkaði.

 

Markmið:

Að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og undirbúa þá þannig til að halda í við tækniframfarir í atvinnulífinu.

Að styrkja stöðu námsmanna á vinnumarkaði og veita þeim greiðari aðgang að fjölbreyttari störfum.

Viðfangsefni
  • Tæknilæsi og tölvufærni
  • Stýrikerfi
  • Skýjalausnir
  • Sjálfvirkni og gervigreind
  • Öryggisvitund
  • Fjarvinna og fjarnám

Námsmat

Námsmat byggir á verkefnavinnu, 80% mætingarskyldu og virkri þátttöku.

Kennslustaður

Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námið fyrst og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Kennt er mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga milli 12:30 og 15:45

Verð

17.000 kr.

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Flokkar: Námsbrautir