Stærðfræðigrunnur nýtist þeim nemendum sem eiga eftir að klára staka áfanga í stærðfræði. Námið má meta til eininga. Á námskeiðinu er tekist á við viðfangsefni eins og rúmfræði, algebru, hnitakerfi og hornafræði svo eitthvað sé nefnt. Námið er á hæfnistigi 2 á framhaldsskólastigi. Kennt er með aðferðum fullorðinsfræðslu sem hentar meðal annars nemendum sem hafa ekki verið í skóla í lengri tíma. Stuðst er við leiðsagnarmat og símat við mat á árangri.
Kennt er miðvikudaga frá 16:45-20:00 og annan hvern laugardag frá 9:00-12:15 (fyrsti laugardagur 22.apríl)
Skráning á póstlista
Upplýsingar um ný námskeið, tilboð og síðustu sætin á námskeið sem eru að hefjast.