Um námskeiðið

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs. Eftir námið hefur nemandinn öðlast nægjanlega innsýn og færni í viðskipta-, markaðs- og sölumálum til að undirbúa eigin rekstur eða til að starfa sem sölu- og markaðsfulltrúi stærri fyrirtækja. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun. 

Nemendur öðlast þjálfun og hæfni á sviði sölumennsku þar sem rík áhersla er lögð á ábyrgð sölumannsins og hlutverk hans í stefnumótun fyrirtækisins. Í síðari hluta námsins er farið í hagnýta markaðsfræði, fjármálastjórnun og áætlanagerð. Þetta er frábært nám fyrir alla sem starfa við sölumennsku eða eigin rekstur. 

Námsgreinar

  • Námstækni, Sjálfstyrking, samskipti, tímastjórnun og markmiðasetning
  • Framkoma og framsögn
  • Tölvu- og upplýsingafærni
  • Verslunarreikningur
  • Sölustjórnun, viðskiptatengsl og þjónusta
  • Almenn markaðsfræði
  • Markaðsrannsóknir
  • Samningatækni
  • Excel við áætlanagerð
  • Lykiltölur og lausafé
  • Frumkvöðlafræði
  • Gerð kynningarefnis
  • Markaðsetning á netinu
  • Stafræn markaðsfræði / samskiptamiðlar
  • Verkefnastjórnun
  • Gerð viðskiptaáætlunar / lokaverkefni

Inntökuskilyrði

Allir sem eru 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt námskeiðið

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.

Kennslustaður

NTV, Hlíðarsmára 9, 201 Kópavogur

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Námið er kennt í lotum, þannig að hvert fag er kennt í einu og lýkur með prófi/verkefni áður en haldið er í næsta námshluta. Prófin eru valkvæð en við hvetjum nemendur til að taka þau þannig að hægt sé að votta hæfni þeirra í námslok. 

Verð

125.000 kr.*

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Spurt og svarað

Hvaða möguleika gefur þetta nám?

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs. Eftir námið hefur nemandinn öðlast nægjanlega innsýn og færni í viðskipta-, markaðs- og sölumálum til að undirbúa eigin rekstur eða til að starfa sem sölu- og markaðsfulltrúi stærri fyrirtækja. 

Þarf að koma með sína eigin tölvu í skólann?

Nei, NTV-skólinn er fullbúinn tölvum í öllum kennslustofum. Það er aftur á móti mjög gott að nemendur hafi aðgang að tölvum til að æfa sig heima.

Er fjarnám í boði?

Námsbrautin er í boði í fjarnámi

 

 

Flokkar: Námsbrautir

Ummæli

Mér líkaði best hversu víðfeðmt námið er og hversu vel maður kemst í raun yfir efnið á tiltölulega stuttum tíma. Kennarar skólans eiga upp til hópa hrós skilið fyrir góða kennslu og tilfinningu fyrir efninu.

Nemandi í Sölu-, markaðs- og rekstrarnámi -