Um námskeiðið

Skrifstofuskólinn er haldinn í samvinnu við Nýja tölvu- og viðskiptaskólann, NTV. Um er að ræða almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn, oft eftir nokkurra ára hlé, eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. Í náminu er lögð rík áhersla á að styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðnum. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun. 

Uppbygging náms

Námið byggir á kennslu og verklegum æfingum. Nemendur fá mikið af hagnýtum verkefnum til að undirbúa þá á sem bestan hátt fyrir atvinnulífið. 

Námsgreinar

  • Kynning – O365 - 1 dagur
  • Námstækni – 1 dagar
  • Sjálfstyrking, samskipti, tímastjórnun og markmiðasetning - 3 dagar
  • Verslunarreikningur - 5 dagar
  • Bókhald - 6 dagar
  • Tölvubókhald - 9 dagar
  • Sala og þjónusta - 1 dagur
  • Tölvu- og upplýsingaleikni - 14 dagar
  • Ferilskrá og færnimappa - 1 dagur
  • Lokaverkefni – 6 dagar

Inntökuskilyrði

Allir sem eru 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt námskeiðið

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.

Kennslustaður

NTV, Hlíðarsmára 9, 201 Kópavogur

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Boðið er upp á kvöld- og morgunhópa.

Verð

69.000 kr.*

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Spurt og svarað

Hvaða möguleika gefur þetta nám?

Nám í Skrifstofuskólanum er  mjög hagnýtt. Um er að ræða almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn, oft eftir nokkurra ára hlé, eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. Í náminu er lögð rík áhersla á að styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðinum. Námið gefur möguleika til að halda áfram frekara bókhaldsnámi hjá NTV.

Get ég unnið við bókahald að loknu námi í Skrifstofuskólanum?

Nemendur sem ljúka náminu geta unnið við létt bókhalds – og skrifstofustörf og þeir öðlast m.a. færni í að færa bókhald inn í Navision bókhaldskerfið.

 

Flokkar: Námsbrautir

Ummæli

Námið dýpkaði fyrri þekkingu mínu til muna og þar að auki kenndi mér alveg helling sem ég kunni ekki fyrir. Kennararnir eru
"líbó", bera virðingu fyrir manni og tala við mann sem jafningja.

Nemandi í Skrifstofuskólanum - 2017