Um námskeiðið

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun er fyrir alla sem vilja bæta eigin heilsu og fá þekkingu á helstu áhrifaþáttum góðrar heilsu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að hjálpa einstaklingum að taka ábyrgð á eigin heilsu með því að tileinka sér hollt mataræði, stunda fjölbreytta hreyfingu og fleira.

Faglegur leiðbeinandi veitir reglulega eftirfylgni og stuðning allt námskeiðið, bæði hópnum í heild og hverjum einstaklingi fyrir sig.

Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað sem forvörn og hvatning til bættrar heilsu en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting, hátt kolesteról eða sykursýki af gerð tvö.

Þátttakendum er boðið upp á heilsufarsmælingu í upphafi og við lok námskeiðsins til að meta og kanna heilsufarslega stöðu sína.

Uppbygging náms

Námskeiðið hefst 30.ágúst 2022 og lýkur 20.desember.

Lengd námsins eru 60 klst með leiðbeinanda, en gert er ráð fyrir vinnuframlagi nemenda án leiðbeinanda yfir námstímann í lífstílsþjálfun.

Fyrirlestrar eru 2x í viku í 1,5 klst. hvort skipti. Annar fyrirlesturinn er tekinn upp fyrirfram og nemendur horfa á hann í þeirri viku sem hann kemur inn. Hinn fyrirlesturinn er á Teams á þriðjudögum frá 17:30 – 19:00 og það er mætingarskylda í hann.

Námsgreinar

Andlegar áskoranir

Eftirfylgni

Heilsulæsi, skráningar og mat

Fjölbreytt hreyfing

Samvinna, markmiðasetning og hvatning

Hollt mataræði, skammtastærðir og næring

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?

Kannaðu málið!