Um námið

Vinnur þú á leikskóla og vilt efla þig í leik og starfi?

Námið er sniðið að þörfum fólks sem starfar við umönnun, uppeldi og menntun barna. Það er eininga bært og kennt samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Námið tekur fjórar annir og endar með útskrift.

Nám á leikskólaliðabrú tekur mið af því að nemendur séu í starfi á leikskóla. Þeir þurfa að vera orðnir 22 ára, hafa lokið 140 klukkustunda starfstengdum námskeiðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu við uppeldi, umönnun og menntun barna í leikskóla.

Kennslan er í fjarnámi og kenndur einn áfangi í einu. Nemendur mæta þó í skóla eða á Teams fundi í upphafi og í lok áfanga og það er skyldumæting. Skyldumæting er laugardagana 26.ágúst, 7.október, 11.nóvember og 2.desember milli 8:30-11:50

Kennslan fer alltaf fram á laugardögum. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima, taka þátt í umræðum á netinu og vinna verkefni.

Námsárangur er metinn út frá hæfniviðmiðum námsins, með áherslu á leiðsagnamat og endurgjöf.

Námið er 61 framhaldsskólaeining og er kennt á fjórum önnum, 15-16 einingar á hverri önn.

 

Styrkir/niðurgreiðslur

Stéttarfélög hafa greitt fyrir sína félagsmenn að hluta eða öllu leyti.

Vinsamlega leitið upplýsinga hjá ykkar stéttarfélagi.

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

 

Hægt er að fá hluta áfanga metna í gegnum raunfærnimat og biðjum við þá sem þess óska að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa hjá Mími.

 

Fög kennd á 1. önn

Samskipti og samstarf SAS1A05

Skapandi starf SPS1A05

Gagnrýnin hugsun og siðfræði GHS2A05

Fög kennd á 2. önn

Þroskasálfræði SÁL3A05

Uppeldisfræði UPP2A05

Upplýsingatækni UTN2A05

Fög kennd á 3. önn

Hegðun og atferlismótun HOA2A05

Leikur sem náms- og þroskaleið LEN2A05

Þroski og hreyfing ÞRO2A05

Fög kennd á 4. önn

Barnabókmenntir ÍSL2A05

Skyndihjálp SKY2A01

Uppeldisfræði UPP3A05

Fatlanir FTL1A05

Flokkar: Námsbrautir