Um námið

Íslenskugrunnur nýtist þeim nemendum sem eiga eftir að klára staka áfanga Í íslensku. Námið má meta til eininga. Nemendur öðlast færni í að lesa sér til gagns og ánægju, beita málfræði í tal- og ritmáli. Þekkja grunnhugtök í bókmenntafræði, heimildaöflun og meðhöndlun heimilda. Námið er á hæfnistigi 2 á framhaldsskólastigi. Kennt er með aðferðum fullorðinsfræðslu sem hentar meðal annars nemendum sem hafa ekki verið í skóla í lengri tíma. Stuðst er við leiðsagnarmat og símat við mat á árangri.

Kennslufyrirkomulag

Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá kl. 16:45 til kl. 20:00

Flokkar: Námsbrautir