Um námið

Námið er ætlað fólki af erlendum uppruna til að auðvelda því aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.  Í náminu er lögð áhersla á íslenskt mál, menningu, samfélag og atvinnulíf ásamt því að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni. Námið fer fram á íslensku og samsvarar færnistigi B1. Það hentar því námsmönnum sem hafa lokið íslensku 4, hið minnsta, eða hafa tileinkað sér sambærilega færni. Íslensk menning og samfélag er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun. 

 

Námsgreinar

  • Íslenska á stigi B1
  • Menning og samfélag
  • Atvinnulíf
  • Upplýsingatækni
  • Færnimappa og námstækni
  • Sjálfefling og samskipti

Kennslutímar:

Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga milli 17:10 og 19:20 og annan hvern laugardag milli 9:00 og 13:30.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?

Kannaðu málið!

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Hæfniþrep

Íslensk menning og samfélag er á hæfniþrepi B1

Flokkar: Study Icelandic