Ný námsbraut, Grunnmennt fyrir nemendur með íslensku sem annað mál.
Námið er góður undirbúningur fyrir þá vantar undirstöðu í íslensku fyrir frekara nám á framhaldsskólastigi.
Góður grunnur fyrir nám í Menntastoðum hjá Mími.
Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðri af Menntamálastofnun.
Staðnám. Kennt er alla virka daga klukkan 12:30-15:45 í 14vikur.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða VMST til að sækja námskeið eða nám?
Inntökuskilyrði
a. að vera 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi
b. að vera á A2/B1 í íslensku skv. Evrópska tungumálarammanum
Námsmat
Unnið er samkvæmt hugmyndum um leiðsagnarmat þar sem námsmat er stöðugt í gangi. Námsárangur og námsframvinda nemenda er metin jafnt og þétt alla önnina með fjölbreyttum verkefnum og stuttum könnunum.
Kennslustaður
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Styrkir/niðurgreiðslur
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna. Atvinnuleitendur geta sótt um allt að 75% niðurgreiðslu til VMST. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
Mánudaga til föstudaga 12:30-15:45
Verð
Fullt verð 72.000 kr.
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar