Um námið

Félagsliðagátt er fyrir þá sem hafa náð 22 ára aldri og eru með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu við umönnunarstörf. Nemendur þurfa einnig að hafa lokið 190 klukkustunda starfstengdum námskeiðum.

Hjá Mími ljúka nemendur fjórum önnum af sex. Til að útskriftast sem félagsliðar ljúka nemendur síðustu tveimur önnunum í framhaldsskóla. Námið hjá Mími - símenntun jafngildir 86 framhaldsskólaeiningum.

Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða þjónustu við athafnir daglegs lífs. Nemendur takast á við verkefni samkvæmt verklýsingu og fyrirmælum. Efla eigið læsi á aðstæður og verkefni þar sem lausnir eru ekki sjálfgefnar en krefjast þekkingar, hugkvæmni og hæfni í samskiptum ásamt rökvísi og leikni í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Nemar sem ljúka námi samkvæmt námskrá starfa á sviði félagslegrar endurhæfingar og virkniúrræða með fólki sem þarf sérstakan stuðning vegna félagslegra aðstæðna, veikinda, öldrunar, þroskaraskana eða áfalla.

Hægt er að fá hluta áfanga metna í gegnum raunfærnimat og biðjum við þá sem þess óska að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa hjá Mími.

 

 

Uppbygging náms

Námið hefst á undirbúningsfundi þar sem farið verður yfir námstækni og tölvufærni.

Kennslan er blanda af fjar- og staðnámi. Hver áfangi er kenndur í 4 vikur. Í upphafi og í lok áfanga er skyldumæting í tíma síðdegis á virkum degi. Einnig verða vinnustofur á Teams þar sem nemendur hitta kennara. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima, taka þátt í umræðum á netinu og vinna verkefni. 

Námsárangur er metinn út frá hæfniviðmiðum námsins, eins og lýst er í kennsluáætlun, með áherslu á leiðsagnamat og endurgjöf. Námsmat nýtist sem staðfesting á námsárangri og sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. 

 Námsgreinar

Fög kennd á haustönn 2023
Upplýsingatækni
Íslenska fyrir félagsliða
Samvinna og samskipti
Öldrun

Fög kennd á vorönn 2024
Enska fyrir félagsliða
Fjölskyldan og félagsleg þjónusta
Fötlun
Gagnrýnin hugsun og siðfræði
Óhefðbundin samskipti

Fög kennd á haustönn 2024
Aðstoð og umönnun
Félagsleg virkni
Næringarfræði
Stærðfræði fyrir félagsliða

Fög kennd á vorönn 2025
Lyfjafræði
Kynja- og jafnréttisfræðsla
Hegðun og atferlismótun
Valgrein: Öldrun og samfélag eða fötlun og samfélag
Skyndihjálp

 

Haustönn hefst 23.ágúst og lýkur 13.desember 2023.

Flokkar: Námsbrautir