Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og vinna við uppeldi og umönnun barna á leikskólum. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun. Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis-símenntunar og stéttarfélaga. Námið hentar meðfram vinnu fyrir leikskólastarfsfólk.
Námskeiðið er kennt á íslensku. Til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu er mælst er til þess að þátttakendur séu a.m.k. á stigi A2-B1 skv. evrópska tungumálarammanum.
Sjá hér: https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf
Kennsla fer fram á miðvikudögum milli 17:00 og 20:15 í fjarnámi á Teams og á laugardögum milli 8:30 og 15:30 í staðnámi/verkefnavinnu.
Nemendur geta unnið verkefni heima en staðkennsla fer fram í Höfðabakka 9. Námskeiðið er 140 klukkustundir
Á fagnámskeiðunum er bæði lögð áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. sjálfstyrkingu og samskipti, námstækni, færnimappa og tölvur og svo námsþætti eins og uppeldi leikskólabarna, þroski og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum, námsskrá leikskóla, fjölmenningarlegan leikskóla og fleiri.
Inntökuskilyrði
Námið er ætlað þeim sem vinna á leikskólum, eru eldri en 20 ára og hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi. Heimilt er þó í undantekningartilfellum að taka inn í námið starfsmenn sem eru á aldrinum 18-20 ára ef þeir eru í fullu starfi.
Námsmat
Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.
Kennslustaður
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Styrkir/niðurgreiðslur
Stéttarfélög hafa greitt fyrir sína félagsmenn að hluta eða öllu leyti. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá ykkar stéttarfélagi.
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
Kennsla fer fram á miðvikudögum milli 17:00 og 20:15 og á laugardögum milli 8:30 og 15:30. Námskeiðið er 140 klukkustundir
Verð
Almennt verð er 61.000kr. Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Stéttarfélög hafa greitt fyrir sína félagsmenn að hluta eða öllu leyti. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá ykkar stéttarfélagi.
Spurt og svarað
Eru próf? Nei það eru ekki próf en það er 80 % mætingarskylda.
.