Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis símenntunar og Eflingar. Þau eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Á fagnámskeiðunum er lögð áhersla á námsþætti sem nýtast starfsmanninum í starfi og einkalífi. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun.
Námskeiðið er kennt á íslensku. Til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu er mælst er til þess að þátttakendur séu a.m.k. á stigi A2-B1 skv. evrópska tungumálarammanum.
Sjá hér: https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf
Kennsla fer fram þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 12:40 – 16:00.
Fagnámskeiðin eru undanfari náms í Félagsliðagátt. Fagnámskeið eru tvö námskeið sem eru samanlagt 190 klukkustundir. Annars vegar fagnámskeið I (95 klukkustundir) og hins vegar fagnámskeið II (95 klukkustundir). Þátttakendur þurfa að ljúka fyrra námskeiðinu til þess að halda áfram á því seinna.
Inntökuskilyrði
Allir sem eru 20 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt námskeiðið
Námsmat
Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.
Kennslustaður
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Styrkir/niðurgreiðslur
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
Kennt þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 12:40 – 16:00
Verð
Efling greiðir námið fyrir sína félagsmenn. Verð fyrir aðra en félagsmenn Eflingar er 41.000 kr.
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Spurt og svarað
Eru próf?
Nei, það eru ekki próf en það er 80% mætingarskylda.
.