Um námskeiðið

Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis símenntunar og Eflingar. Þau eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Á fagnámskeiðunum er lögð áhersla á námsþætti sem nýtast starfsmanninum í starfi og einkalífi. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun.

Námskeiðið er kennt á íslensku. Til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu er mælst til þess að þátttakendur séu a.m.k. á stigi A2-B1 skv. evrópska tungumálarammanum.

Sjá hér: https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf

Umsækjendum þessa námskeiðs stendur til boða að taka ókeypis stöðupróf hjá Mími-símenntun áður en sótt er um. Ef áhugi er fyrir hendi, hafið samband við verkefnastjóra námskeiðsins.

Uppbygging náms

Á fagnámskeiðunum er bæði lögð áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. sjálfstyrkingu og samskipti, námstækni, færnimappa og tölvur og svo námsþætti eins og uppeldi leikskólabarna, þroski og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum, námsskrá leikskóla, fjölmenningarlegan leikskóla og fleiri.

Námið fer fram á miðvikudögum kl. 17:00-20:00 og laugardögum 9:30-15:30, ýmist í stað- eða fjarnámi.

Námsgreinar

  • Fjölmenningarlegur leikskóli
  • Hreyfiþjálfun leikskólabarna
  • Málþroski barna
  • Námstækni og markmiðasetning
  • Næringarfræði
  • Sjálfsefling og samskipti
  • Tölvuleikni
  • Umhverfismennt
  • Uppeldi leikskólabarna
Flokkar: Námsbrautir