Vinnur þú við umönnun fatlaðra einstaklinga?

Vilt þú auka þekkingu þína og færni í að aðstoða einstaklinga með fötlun, bæta lífsgæði þeirra og styrkja þá í félagslegri virkni?

Námið er ætlað einstaklingum sem starfa við þjónustu fatlaðs fólks á heimilum og stofnunum.

Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá sem er vottuð af Menntamálastofnun. Mennta– og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Markmið:

Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu.

Uppbygging náms:

Kennt er í blöndu af stað og fjarnámi 2-3x í viku, tvo seinniparta í viku og 1 til 2 laugardaga í mánuði.

Námið er 164 klst. með leiðbeinanda og 160 stundir í starfsþjálfun, samtals 324 klst. Námsmenn sem eru í starfi samhliða námi fá starfsþjálfunarhlutann metinn.

Námsgreinar:

Áföll og afleiðingar

Erfðir og þroski

Fatlanir og þjónustuþörf
Framkvæmd þjónustu við fatlað fólk

Geðsjúkdómar og lyf

Lífstíll og heilsa

Lokaverkefni

Mannréttindi og siðferði

Samskipti og samvinna

Starfið og námið
Starfsþjálfun

Velferðarþjónustan og hugmyndafræði fötlunar


Námsmat:

Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

 

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.
Vinsamlega leitið upplýsinga hjá ykkar stéttarfélagi.