Um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lítinn grunn í málinu en kennslan er miðuð við stöðu og þarfir nemenda í málinu. Farið er yfir undirstöðuatriði í málfræði og grunnorðaforði þjálfaður á fjölbreyttan hátt.  Einnig er lögð áhersla á lesskilning og ritun auk þjálfunar í framburði. Vikuleg heimaverkefni. Í lok námskeiðsins fá þátttakendur mat á stöðu sinni.

Þetta námskeið er á stigi A-1/A-2 skv. evrópska tungumálarammanum.

Flokkar: Erlend tungumál