Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa enga eða litla þekkingu í japönsku. Hnitmiðaðir tímar sem gefa góða innsýn í japanska tungu, lífsstíl og menningu.
Japönsku hljóðstafrófin „Hiragana“ og „Katakana“ eru kynnt og farið er yfir undirstöðuatriði í málfræði.
Markmið námskeiðsins er að nemendur geti lesið japönsku stafrófin (Hiragana og Katakana), átt í einföldum orðaskiptum við mismunandi aðstæður.
Dæmi af efni sem nemendur læra í námskeiðinu:
Námskeiðið er framhald af japönsku 1, og ætlað fólki sem er með fyrsta grunnkunnáttu í japönsku (Hiragana, Katakana stafrófin og málfrærði).
Markmið námskeiðsins er að nemendur geti lesið og skrifað japönsku stafrófin (Hiragana og Katakana), talað um sjálfan sig og tjáð sig átt í einföldum orðaskiptum við mismunandi aðstæður.
Dæmi af efni sem nemendur læra í námskeiðinu:
Nánari upplýsingar í síma 580-1800 eða á mimir@mimir.is
Það er 18 ára aldurstakmark á námskeiðin hjá Mími

Kennari: Mami Nagai
Mami Nagai er með gráðu í ensku og bókmenntafræði frá háskólanum í Japan og er með kennsluleyfi sem japönskukennari.
Hún var styrkþegi hjá Menntamálaráðuneytinu frá 2009 til 2012 og lærði íslensku. Mami var stundakennari við Háskóla Íslands frá
ágúst 2012 til júní 2019, og aðjúnkt við HÍ frá júlí 2019 til lok desember 2023.
Hún hefur lokið störfum hjá háskólanum en hefur ennþá mikinn áhuga á að kenna japönsku á Íslandi.

