Framhald af ítölsku 1. Orðaforði áfram byggður upp með fjölbreyttum æfingum og talþjálfun. Farið í þátíð sagna. Í lok námskeiðsins fá þátttakendur mat á stöðu sinni.
Þetta námskeið er á stigi A-1 b/A-2 skv. evrópska tungumálarammanum.
Kennari: Stefano Rossati
Stefano Rosatti flutti til Íslands árið 1997. Hann er með gráðu í bókmenntafræði frá háskólanum í Genúa, heimabæ sínum og lauk meistaragráðu í ítölskukennslu sem erlent tungumál frá Ca‘ Foscari háskólanum í Feneyjum.
Hann lauk síðan doktorsprófi í ítölskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur kennt ítalska tungu og bókmenntir frá árinu 2000.
Hann hefur verið umsjónarmaður ítölskunáms í deild erlendra tungumála og menningar við Háskóla Íslands frá árinu 2007.
Heiti námskeiðs | Dags. | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Ítalska framhald | 21. okt - 25. nóv | Fim | 17:10-19:20 | Höfðabakki 9 | 40.000 kr. | Skráning |