Námskeiðið er ætlað byrjendum í ítölsku. Sérstök áhersla er á talað mál en farið er yfir undirstöðuatriði í málfræði og grunnorðaforði þjálfaður á fjölbreyttan hátt.
Ávinningur námskeiðsins er að
Nánari upplýsingar í síma 580 1800 eða á mimir@mimir.is.
Kennari: Stefano Rossati
Stefano Rosatti flutti til Íslands árið 1997. Hann er með gráðu í bókmenntafræði frá háskólanum í Genúa, heimabæ sínum og lauk meistaragráðu í ítölskukennslu sem erlent tungumál frá Ca‘ Foscari háskólanum í Feneyjum.
Hann lauk síðan doktorsprófi í ítölskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur kennt ítalska tungu og bókmenntir frá árinu 2000.
Hann hefur verið umsjónarmaður ítölskunáms í deild erlendra tungumála og menningar við Háskóla Íslands frá árinu 2007.
Heiti námskeiðs | Dags. | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Ítalska fyrir byrjendur | 13. jan - 17. feb | Mán | 17:10-19:20 | Höfðabakki 9 | 40.000 kr. | Skráning |