Útinám opnar nýjar leiðir til að kveikja áhuga og virkni í námi!
Markmið námskeiðs:
Á þessu stutta en hagnýta námskeiði fá kennarar innblástur og hugmyndir um hvernig hægt er að flétta útinám inn í daglegt skólastarf. Við skoðum hvað útinám felur í sér og hvernig það styður við nám og þroska barna á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt.
Áhersla er lögð á samþættingu útináms við aðrar námsgreinar og hvernig hægt er að nýta árstíðirnar til að skapa fjölbreyttar og lifandi kennslustundir. Kennarar fá að kynnast leikjum, verkefnum og einföldum aðferðum sem hægt er að framkvæma úti, hvort sem það er á skólalóðinni eða í nærumhverfinu. Einnig verður fjallað um hvernig náttúran getur orðið kennslustofa þar sem börn fá tækifæri til að kanna, skapa og tengjast umhverfinu á áþreifanlegan hátt.
Að loknu námskeiði fá þátttakendur aðgang að vefsvæði með efni og verkefnum sem nýtast áfram í kennslu.
Námskeiðið hvetur kennara til þess að nýta umhverfið, grípa augnablikin og sjá möguleikana sem felast í leik, hreyfingu og náinni tengingu við náttúruna.
Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar vel kennurum á yngsta- og miðstigi.
Lengd: Námskeiðið er kennt í tvo daga frá 8:30-12:00, samtals 6 klst.
Nánar um kennara:
Kennari námskeiðsins er Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir.
Kennari namskeiðsins:
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir er leik- og grunnskólakennari með yfir 38 ára reynslu í kennslu. Á starfsferli sinum hefur hún kennt á öllum skólastigum – leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla – og lagt áherslu á skapandi, tæknivædda og gagnvirka nálgun í námi og kennslu.
Hún hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi í menntakerfinu, meðal annars sem Etwinning-ambassador, þar sem hún hefur stutt við samstarf skóla þvert á landamæri Evrópu með áherslu á samvinnu, tungumál og menningarvitund.
Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á nýsköpun í námi og verið ötul í því að efla tæknilæsi, umhverfismennt og alþjóðlega tengingu í skólastarfi.