Námskeiðslýsing:

Tónlist hefur verið hluti af mannlegri tilveru frá upphafi. Tónlistin er áhrifaríkt verkfæri sem allir geta nýtt sér sem sinna börnum og fullorðnum.

Á þessu námskeiði verður farið í hvernig hver og einn notar sína styrkleika til að nýta tónlist sem hluta af samskiptum og umönnun.

Kennt verður hvernig hægt er að nota spilunarlista í umönnun á markvissan máta.

Fyrir hverja: Fyrir starfsfólk í umönnunarstörfum, t.d. í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Einnig fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.

Lengd: 6 klst. (kennt í tvö skipti).

Dagsetningar: 3.september - 5. september 2024

Umsagnir nemenda:

„Það sannarlega opnaði augu mín fyrir nýjum hugmyndum um hvernig mögulega maður geti nálgast fólk með heilabilun með því að nota tónlist. Tónlist virðist vera með því síðasta sem hverfur úr minni fólks og yfirleitt virðist tónlist vekja gleði í hugum fólks og láta því líða vel. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði og vil gjarnan taka svo djúpt í árinni með að segja að allt starfsfólk sem vinnur með bæði öldruðum og heilabiluðum ætti að sækja þetta námskeið.“
 „Gagnlegast er hvað það er mikilvægt að starfsfólk sé meðvitað um hlutverk sitt þegar kemur að tónlistarvali fyrir hvern og einn skjólstæðing og að það sé ekki ein tónlistarstefna gangi yfir alla. Hver einstaklingur er með sinn smekk á tónlist hvort það sé rokk, djass eða klassísk tónlist. Ég mun svo sannarlega mæla með þessu námskeiði fyrir aðra. Magnea er með mikla þekkingu á efninu og miðlaði því á fróðlegan og skemmtilegan hátt.“
Flokkar: Aðrar brautir