Námskeiðslýsing:

Tónlist hefur verið hluti af mannlegri tilveru frá upphafi. Tónlistin er áhrifaríkt verkfæri sem allir geta nýtt sér sem sinna börnum og fullorðnum.

Á þessu námskeiði verður farið í hvernig hver og einn notar sína styrkleika til að nýta tónlist sem hluta af samskiptum og umönnun.

Kennt verður hvernig hægt er að nota spilunarlista í umönnun á markvissan máta.

 

Fyrir hverja: Fyrir starfsfólk í umönnunarstörfum, t.d. í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Einnig fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.

Lengd: 6 klst. (kennt 2x í viku).

Dagsetningar: 19.september, kl. 14-17 og 21.september, kl. 13-16