Leiklist eflir sköpun, samvinnu og virkni nemenda í námi!
Markmið námskeiðs:
Á þessu stutta en hagnýta námskeiði fá kennarar innsýn í hvernig má nýta leiklist sem kennsluaðferð í daglegu skólastarfi. Við skoðum hvernig leiklist getur eflt tjáningu, hlustun, sjálfstraust og virkni nemenda á fjölbreyttan og skapandi hátt.
Áhersla er lögð á samþættingu leiklistar við aðrar námsgreinar, þar sem þátttakendur fá að prófa leikrænar æfingar, hlutverkaleiki og skapandi vinnubrögð sem styðja við nám bæði í bóklegum og verklegum greinum. Námskeiðið veitir hugmyndir að einföldum verkefnum sem auðvelt er að útfæra í skólastofunni – óháð reynslu kennara af leiklist.
Farið verður yfir hvernig leiklist getur opnað nýjar leiðir til að ná til fjölbreytts nemendahóps, virkja ímyndunaraflið og styrkja félagsfærni. Kennarar fá einnig að kynnast aðferðum til að skapa öruggt og hvetjandi rými fyrir leikræna tjáningu í kennslu.
Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar vel kennurum á yngsta- og miðstigi.
Lengd:
Námskeiðið er kennt í tvo daga frá 8:30–12:00, samtals 6 klst. kennsla
Nánar um kennara:
Kennari námskeiðsins er Margrét Pétursdóttir.
.