Námskeiðið er kennt á ensku og er fjarkennt

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem stefna á kennsluréttindi Landnemans.

Tilgangur og markmið Landnemans er að nemendur:

  • Öðlist þekkingu á mikilvægum sögulegum, félagslegum, efnahagslegum, menningarlegum, lagalegum og pólitískum aðstæðum á Íslandi – og að þeir geti tjáð sig um þessar aðstæður.
  • Tileinki sér þekkingu um eigin réttindi, tækifæri og skyldur í íslensku samfélagi – og hvernig þeir geta notað þessa þekkingu í daglegu lífi.
  • Geti tjáð sig og fjallað um grundvallar gildi og áskoranir í íslensku samfélagi. Lýðræði, jafnrétti og mannréttindi – og að þeir geti rætt sínar eigin skoðanir á slíkum málefnum.

Lengd námskeiðs er 15 klst.

Námskeiðið hefst haust 2022.