Tveggja daga faglegt námskeið fyrir íþróttakennara í grunnskólum
Staðsetning: Melaskóli, íþróttasalur
Markmið námskeiðsins:
Að endurnýja og stækka verkfærakistu íþróttakennara með nýjum og fjölbreyttum kennsluaðferðum sem hvetja til þátttöku allra nemenda og auka gæði íþróttakennslu.
Á námskeiðinu færðu:
Fyrir hverja:
Íþróttakennara á grunnskólastigi (1.-10. bekkur)
Lengd:
Námskeiðið er kennt í tvo daga frá 9:00–14:30, samtals 10 klst.
Taktu skrefið, bættu við þig nýjum aðferðum til að auka gleði og árangur nemenda þinna í íþróttum! Skráning og nánari upplýsingar á mimir.is.
Kennarar námskeiðsins:
Zoltán Belányi
Zoltán Belányi er íþróttakennari við Langholtsskóla með 26 ára starfsreynslu. Fæddur í Ungverjalandi, kom til Íslands 1991 eftir nám í íþróttafræði. Hann er með tvöföld kennsluréttindi og B-gráðu í þjálfun sjö íþróttagreina.
Zoltán átti farsælan handboltaferil, bæði með ungverska landsliðinu og íslensku liðunum Fram og ÍBV. Hann varð Íslandsmeistari, var þrisvar markakóngur í efstu deild og tvisvar í annarri deild.
Frá 1999 hefur hann kennt í grunnskóla og þjálfað sund með miklum árangri. Hann hefur náð frábærum árangri með sundfólk hjá Ægi, Fjölni, Breiðablik og Ármanni, unnið til fjölda titla og þjálfað sundfólk sem setti Íslandsmet. Hann var einnig aðstoðarþjálfari gullverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Ríó.
Oddur Jóhannson
Oddur Jóhannsson er íþróttafræðingur sem útskrifaðist úr Kennaraháskóla Íslands 2003.
Hann er með tæplega 20 ára reynslu sem íþróttakennari og sundkennari við Melaskóla, Álftanesskóla og Flúðaskóla. Einnig starfaði hann sem íþróttafulltrúi Körfuknattleikssambands Íslands árin 2006-2008. Síðustu ár hefur Oddur starfað að fullu sem yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Ármanns ásamt kennslu körfuknattleiks við íþróttafræðadeild Háskóla Íslands.
Hann hefur mikla reynslu af þjálfun á öllum stigum körfuboltans og hefur sótt fjölmörg þjálfaranámskeið. Hann er einn af kennurum á þjálfaranámskeiðum KKÍ og aðstoðar reglulega við úrvalshópa körfuknattleikssambandsins.
István Oláh
István Oláh er alþjóðlegur sérfræðingur í fimleikaþjálfun með einstaka reynslu og árangur. Árið 2005 útskrifaðist hann með meistaragráðu í íþróttakennslu og fimleikaþjálfun frá Ungverska háskólanum í íþróttafræðum og starfaði sem þjálfari bæði í Bandaríkjunum og Ungverjalandi áður en hann settist að á Íslandi.
Síðan 2008 hefur István verið lykilmaður í uppbyggingu fimleika hjá Fylki og gegnir þar stöðu yfirþjálfara. Undir hans leiðsögn hafa iðkendur náð framúrskarandi árangri.
Sem viðurkenndur sérfræðingur kennir István nú þjálfaranámskeið fyrir Fimleikasamband Íslands og miðlar þannig af sinni víðtæku reynslu til næstu kynslóðar þjálfara.
Zita Rézné Zádori
Zita flutti til Íslands árið 2014 og starfaði sem íþrótta- og sundkennari við Melaskóla frá 2016 til 2024. Hún er með kennsluréttindi í íþróttum og ensku og hefur sérhæft sig í blak og sippkennslu. Áður en hún fluttist til Íslands þjálfaði hún sipp fyrir bæði börn og fullorðna í Ungverjalandi.
Zita hefur tvívegis haldið námskeið fyrir íþróttakennara í sippkennslu hér á landi og stýrði sippkennslu á Barnamenningarhátíð árið 2023.
Þegar hún er ekki að kenna stundar hún CrossFit hjá CrossFit Kötlu og starfar sem verkefnastjóri hjá Mími símenntun.