Næsta námskeið er á dagskrá í janúar 2026

 

Er námskeið greitt af fyrirtæki? 

Ef fyrirtæki greiðir fyrir starfsfólk þá notið þið hnappinn fyrirtæki:  Fyrirtæki

Ef fyrirtæki greiða fyrir þátttöku starfsfólks er þeim bent á að skoða https://attin.is/ til að kanna hvort möguleiki sé á endurgreiðslu námskeiðskostnaðar.

Ánægja og árangur fer saman – námskeið í þjónustu og verslun

Í þjónustu og verslun skiptir hugarfar og viðhorf öllu máli. Þetta námskeið styrkir sjálfstraust, samskiptahæfni og þjónustulund starfsfólks, svo það geti mætt viðskiptavinum, samstarfsfólki og sjálfu sér af jákvæðni, fagmennsku og yfirvegun. Þjónusta snýst ekki bara um ferla og verklag, heldur fyrst og fremst um fólk og hvernig við tökum á móti þeim, hlustum og bregðumst við.

Ávinningur fyrir fyrirtækið:

  • Aukin ánægja og tryggð viðskiptavina
  • Skýrari aðgreining á markaði og sterkari ímynd
  • Sterkari langtíma sambönd við núverandi og nýja viðskiptavini
  • Aukið sjálfstraust starfsfólks og ábyrgð í samskiptum

 

Námskeiðið kynnir þátttakendum leiðir til að ná árangri í þjónustu og upplifun viðskiptavina, bæði innri og ytri. Með því að skoða ferðalag viðskiptavinarins (e. customer journey) opnast tækifæri til að bæta samskipti, styrkja tengsl og skapa meiri gleði í þjónustu. Sérstök áhersla er á smáatriðin og manneskjulegu augnablikin sem oft hafa mest áhrif á upplifunina, hvort hún verður hlý og eftirminnileg eða köld og flókin.

Þátttakendur læra meðal annars hvernig þeir:

  • Byggja upp traust og góð samskipti
  • Takast á við erfiðar aðstæður af æðruleysi
  • Styrkja sjálfstraust og ná betra jafnvægi í starfi
  • Koma auga á tækifæri til að bæta þjónustu og árangur
  • Búa til þjónustuupplifun þar sem viðskiptavinurinn vill koma aftur

 

Þetta er lifandi og hagnýtt námskeið fyrir alla sem starfa í þjónustu og verslun, hvort sem þeir eru nýir í starfi, með margra ára reynslu eða vilja sækja sér innblástur til að blómstra enn frekar í starfi.

Nánar um námskeiðið:

  1. Af sjálfstrausti sprettur góð þjónusta
  • Þú og það sem þú gerir, hver ertu? Hvar ertu best/ur og hvar eru tækifæri?
  • Styrkleikar þínir og hvernig þeir skína í þjónustu og starfi.

 

  1. Þú skapar upplifunina
  • Hvernig höfum við áhrif á skynjun viðskiptavinarins?
  • Hvernig getum við bætt verklag, ákvarðanatöku, skilvirkni og þjónustu með því að sníða upplifunina að þörfum viðskiptavina?

 

  1. Ég get, ég þjónusta
  • Betri upplifun, meiri árangur og meiri starfsánægja.
  • Smáir og stórir sigrar, rýnum í alla snertifleti viðskiptavina.
  • Góð ráð og verkfæri til að nýta strax í starfi
Flokkar: Aðrar brautir