Ef fyrirtæki greiðir fyrir starfsfólk þá notið þið hnappinn fyrirtæki: Fyrirtæki
Ef fyrirtæki greiða fyrir þátttöku starfsfólks er þeim bent á að skoða https://attin.is/ til að kanna hvort möguleiki sé á endurgreiðslu námskeiðskostnaðar.
Í þjónustu og verslun skiptir hugarfar og viðhorf öllu máli. Þetta námskeið styrkir sjálfstraust, samskiptahæfni og þjónustulund starfsfólks, svo það geti mætt viðskiptavinum, samstarfsfólki og sjálfu sér af jákvæðni, fagmennsku og yfirvegun. Þjónusta snýst ekki bara um ferla og verklag, heldur fyrst og fremst um fólk og hvernig við tökum á móti þeim, hlustum og bregðumst við.
Ávinningur fyrir fyrirtækið:
Námskeiðið kynnir þátttakendum leiðir til að ná árangri í þjónustu og upplifun viðskiptavina, bæði innri og ytri. Með því að skoða ferðalag viðskiptavinarins (e. customer journey) opnast tækifæri til að bæta samskipti, styrkja tengsl og skapa meiri gleði í þjónustu. Sérstök áhersla er á smáatriðin og manneskjulegu augnablikin sem oft hafa mest áhrif á upplifunina, hvort hún verður hlý og eftirminnileg eða köld og flókin.
Þátttakendur læra meðal annars hvernig þeir:
Þetta er lifandi og hagnýtt námskeið fyrir alla sem starfa í þjónustu og verslun, hvort sem þeir eru nýir í starfi, með margra ára reynslu eða vilja sækja sér innblástur til að blómstra enn frekar í starfi.
Leiðbeinendur:

Gunnur Líf Gunnarsdóttir
Gunnur hefur margra ára reynslu af sölu, þjónustu- og mannauðsmálum, þar sem hún hefur meðal annars unnið sem framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum. Hún hefur einstakt innsæi í starfsþróun og byggingu sterks og samheldins teymis. Sem leiðtogi og kennari tengir hún teymisvinnu við daglegt starf og leggur áherslu á einstaklingsþróun, fræðslu og jákvætt starfsumhverfi sem stuðlar að vexti og ánægju starfsfólks og viðskiptavina.

Ósk Heiða Sveinsdóttir
Ósk hefur víðtæka reynslu í sölu, þjónustu og markaðsmálum, meðal annars sem framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Póstinum og sem markaðsstjóri hjá Krónunni og Íslandshótelum. Hún hefur stýrt sölu- og markaðsdeildum, þjónustuveri og stafrænum samskiptum og hefur mikla reynslu af því að efla teymi og skapa jákvæða upplifun fyrir viðskiptavini.
Að hennar mati verða sigrar til þegar sterkt teymi fær traustan stuðning og verkfæri til að vaxa.

