Mannauður Mímis samanstendur af öflugum starfsmönnum og leiðbeinendum sem skila því faglega starfi sem unnið er hjá Mími. Starfsemi Mímis er skipt í tvö megin svið, annars vegar svið fræðslu og þróunar og hins vegar svið fjármála og reksturs. Þá er Mímir með öflugt tengslanet við kennara og aðra sérfræðinga á vinnumarkaði sem koma að kennslu ýmissa námsbrauta og námskeiða í verktöku.

Í stjórn Mímis sitja fimm aðalmenn og þrír varamenn. Stjórn er tilnefnd af Miðstjórn ASÍ og kjörin á hluthafafundum félagsins sem haldnir eru árlega í maí. Stjórnin starfar samkvæmt lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994. Stjórnarfundir eru einu sinni í mánuði. Framkvæmdastjóri er Sólveig Hildur Björnsdóttir og stýrir hún daglegum rekstri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?