Kristín Erla Þráinsdóttir, náms- og starfráðgjafi hjá Mími er til viðtals í nýjasta tölublaði VR-blaðsins. VR og Mímir – símenntun eru í samstarfi um starfsþróunarráðgjöf, en á heimasíðu VR gefst félagsmönnum tækifæri á því að skoða undirsíðu sem nefnist Starfsþróun. VR býður þar, m.a. félagsfólki sínu upp á rafræna starfsþróunarráðgjöf þar sem náms- og starfsráðgjafi aðstoðar félagsfólk í starfsþróunarhugleiðingum sínum. Viðtölin eru félagsfólki að kostnaðarlausu og fer skráning þeirra fram á vefsíðu VR. Viðtölin eru til þess fallin að veita stuðning og upplýsingar um mögulegar leiðir til frekari starfsþróunar. Fram kemur í samtali við Kristínu Erlu að viðtölin fari fram í gegn um forritið Teams, sem er afar einfalt og þægilegt í notkun. Þá er einnig hægt að óska eftir símtali. Aðspurð segir Kristín að markmið ráðgjafarinnar sé að aðstoða félagsfólk við ákvarðanatöku um nám eða stöðu á vinnumarkaði, sem og kanna leiðir til starfsþróunar. Leitast er við að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf sem getur verið bæði á íslensku og ensku, eftir aðstæðum hverju sinni.

 

Hlekk á nýjasta tímarit VR má finna hér.