Mímir hlaut á dögunum endurnýjun á viðurkenningu fræðsluaðila frá Menntamálastofnun. Viðurkenning á starfsemi fræðsluaðila felur í sér staðfestingu á að starfsemi hans uppfylli skilyrði laga um framhaldsfræðslu hvað varðar hlutverk og markmið, skipulag náms og kennslu, aðstöðu og rekstur. Viðurkenningin gildir í þrjú ár.