Nýr og gjörbreyttur vefur Mímis var opnaður í dag á léninu mimir.is en vefsvæðið er öflug gátt inn í Mími þar sem þjónusta og skilvirkni er sett í öndvegi. Hraði og aðgengi hefur verið stórbætt og aðgangur nemenda að námsferli sínum tryggður.

Einfalt er að nálgast allar upplýsingar um Mími og þá fjölbreyttu þjónustu og nám sem þar er í boði, bæði fyrir einstaklinga og vinnustaði. Nemendur hafa beint aðgengi að nemendaskráningar- og kennslukerfi INNU í gegnum vefinn sem gerir þeim kleift að hafa betri yfirsýn á námið og námsferil sinn. Mímir er fyrsta símenntunarmiðstöðin á Íslandi sem tekur upp Innu með þessum hætti.

Vefurinn hentar jafnvel til skoðunar á tölvum, spjaldtölvum og í snjallsímum auk þess sem hann byggir nú á nýjum grunni sem gerir okkur kleift að þróa vefinn hratt áfram næstu misserin.

Vefurinn er afrakstur mikillar vinnu sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Hún hófst með þarfagreiningu þar sem metin var sýn allra notendahópa á þau gögn sem vefurinn átti að innihalda og í framhaldi af því hófst hönnun og forritun sem lauk með sérhæfðum prófunum.

Vefurinn er knúinn áfram með vefumsjónarkerfinu Moya og sá Stefna um bæði hönnun hans og forritun viðmóts. Fúnksjón vefráðgjöf stýrði þarfagreiningu vefsins og prófunum. Advania þróaði tengingar vefsins við INNU í samvinnu við Stefnu en Mímir notar skólakerfið INNU frá Advania til að annast umsóknarferla og nemendabókhald.

Vefurinn verður þróaður áfram og í mótun næstu vikur og mánuði. Ábendingar frá notendum um það sem betur má fara eru því afar vel þegnar á anney@mimir.is