Mímir hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki árið 2019. Viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki á Íslandi sem uppfylla ákveðin skilyrði sem Creditinfo setur, m.a. um að rekstrartekjur séu að lágmarki 50 milljónir króna árin 2017 og 2018, að ársniðurstaða hafi verið jákvæð síðustu þrjú rekstrarár, að eiginfjárhlutfall hafi verið a.m.k. 20% síðust þrjú rekstrarár og fleira.